All Posts By

a8

Við gerum nýja heimasíðu – hefur þú áhuga?

By | Fréttir | Engar athugasemdir

Stjórn Félags lífeindafræðinga hefur ákveðið að uppfæra heimasíðu félagsins. Nýja síðan þarf að virka vel bæði í snjalltækjum og í hefðbundnum tölvum og vera svolítið nútímalegri en sú gamla. Efni verður með svipuðum hætti en þarf auðvitað að uppfæra í samráði við FL og nýji vefurinn þarf að sjálfsögðu áfram að hafa aðgangsstýrða innri síðu. Ef þú hefur áhuga á að taka að þér verkefnið sendu okkur þá tilboð á fl@bhm.is fyrir 1.júní 2016, ekki er verra ef tilboðinu fylgja dæmi um heimasíður sem þú hefur áður sett upp og hannað.

Innsend tilboð verða skoðuð og ákvörðun tekin á stjórnarfundi félagsins í júní. Frekari upplýsingar gefur formaður félagsins Gyða Hrönn Einarsdóttir, netfang fl@bhm.is

Ábending vegna fréttar á MBL.is

By | Fréttir | Engar athugasemdir

Vegna greinar sem birtist á vef morgunblaðsins þann 9.12 2015 og ber yfirskriftina Laun í heilbrigðisgeira hækka um allt að 24%.

Sannarlega er hægt að setja fram þá fullyrðingu að greidd heildarlaun lífeindafræðinga séu tæplega 24% hærri á fyrstu sex mánuðum ársins en fyrir árið 2014. Þessar upplýsingar má finna á vef fjármálaráðuneytisins hér: https://www.fjarmalaraduneyti.is/verkefni/starfsmenn_rikisins/kjarasamningar/medallaun/

Slík gagnrýnislaus túlkun á tölum gefur hins vegar villandi mynd af raunveruleikanum. Verkfall Félags lífeindafræðinga frá 8:00-12:00 dagana 7.apríl 2015 til og með 13.júní 2015 hefur umtalsverð áhrif á þessar tölulegu upplýsingar sem ekki koma fram hjá félögum sem ekki voru í virkum verkfallsaðgerðum. Til dæmis má sjá að stöðugildi í maí 2015 eru helmingi færri en eðlilegt getur talist vegna verkfallsins.

Eðli starfa lífeindafræðinga hjá ríkinu er einnig með þeim hætti að mikil vinna fer fram utan hefðbundins dagvinnutíma auk þess sem allri bráðaþjónustu var að sjálfsögðu sinnt á verkfallstíma. Þetta leiðir til þess að það lítur út eins og heildarlaun hafi hækkað verulega þá mánuði sem verkfall stóð yfir. Eðlilegra hefði verið í slíkri fullyrðingu sem blaðamaður heldur fram að bera saman laun fyrstu þriggja mánaða ársins og sleppa apríl, maí og júní 2015. Sé það gert sést að heildarlaun lífeindafræðinga á fystu þrem mánuðum ársins 2015 eru 0,4% hærri en greidd heildarlaun árið 2014.

Formaður Félags lífeindafræðinga
Gyða Hrönn Einarsdóttir

Úrskurður Gerðardóms 14. ágúst 2015

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Gerðardómur birti úrskurð sinn um kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þann 14. ágúst sl.

Með úrskurðinum eru stigin fyrstu skref í þá átt að meta menntun til launa.

Sjá úrskurðinn í heild: urskurdur-gerdardoms1pdf

Hér er stutt samantekt á helstu atriðum samningsins:

Gildistími úrskurðarins hjá BHM-félögum er frá 1. mars 2015 til 31. ágúst 2017, tvö og hálft ár. BHM-félögin sóttu það stíft að vera ekki bundin til langs tíma af lögþvingaðari niðurstöðu og ber að fagna að á það hafi verið hlustað. Gildistími úrskurðar Fíh er hins vegar 4 ár og í honum eru endurskoðunarákvæði líkt og í samningum sem gerðir hafa verið undanfarið. Það eru engin uppsagnarákvæði eru í úrskurði BHM.

Launaliður niðurstöðunnar er í nokkrum þáttum.
Í fyrsta lagi er launataflan leiðrétt, þannig að bil á milli launaflokka eru nú 5% hlaðsett og 2,5% hliðsett. Þessi leiðrétting er afturvirk frá 1. mars sl. og ofan á hana bætist 7,2% launahækkun.

Þann 1. júní 2016 hækka launatöflur um 5,5%. Við það bætist 1,65% framlag vegna menntunarákvæða sem þarf að útfæra nánar.

Þann 1. júní 2017, fá félagsmenn sem voru í starfi í apríl og maí sama ár, eingreiðslu að upphæð kr. 63.000, (miðað við fullt starf) hlutfallslega út frá starfshlutfalli.

Engar bókanir eru í úrskurðinum hvorki almennar né varðandi sérkröfur einstakra aðildarfélaga BHM. Það var túlkun gerðardóms að þær lægju utan verksviðs hans. BHM hafnaði ítrekað þeirri túlkun enda ljóst að bókanir eru og hafa verið hluti kjarasamninga.

Stuðningsyfirlýsing frá DBIO

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Declaration of solidarity:

At the Danish Association of Biomedical Laboratory Scientists we want to show our support and solidarity with the members of The Icelandic Association of Biomedical Scientists who has gon on strike for more than a month.

We support their fight for better wages and working conditions. After a fatal economic crises and collapse of the banking system in 2008 Island is finally getting back on track. And the working people of Island should also be part of the current upswing in Island.

Therefore we support The Icelandic Association of Biomedical Scientists when they fight for higher salaries, just as doctors and teachers have been granted earlier this year. …

Sjá yfirlýsingu í heild:  declaration_of_solidarity_dbio.pdf

dbio

Stuðningsyfirlýsing frá FLOG

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Félag lífeinda- og geislafræðinema við Háskóla Íslands, FLOG, vill lýsa yfir stuðningi sínum við baráttu lífeinda-og geislafræðinga um bætt kjör.

Við sem nemendur og framtíð starfsgreinanna vonumst til að þessi kjarabarátta leiði til þess að þeim verði boðin laun í samræmi við menntun og starfsábyrgð.

Langvarandi skeytingarleysi stjórnvalda í garð stéttarinnar hefur haft mikil áhrif á starfandi lífeinda-og geislafræðinga og ekki síður á nemendur á námsbraut lífeinda-og geislafræði. Nú þegar hefur fjöldi nemenda frá horfið vegna ástandsins og með þessu áframhaldi mun verða skortur á því hæfa fólki sem sinnir mikilvægu starfi innan heilbrigðiskerfisins.

Við vonumst til að leiðrétt og bætt kjör efli nemendur í að klára nám sitt og stígi út á vinnumarkaðinn með tilhlökkun og metnað í farteskinu.

Við viljum leggja okkar af mörkum að gera heilbrigðiskerfið að því besta sem völ er á, en boltinn er hjá stjórnvöldum.

Nemendur vilja þakka þeim sem heyja baráttuna fyrir stéttina og framtíð hennar.

 

Fyrir hönd FLOG,

Stefanía Ásgeirsdóttir formaður.

 

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um verkfall

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Niðurstöður atkvæðagreiðslu í kosningu um verkfallsaðgerðir FL hjá ríki voru eftirfarandi:

1: Tímabundið verkfall fimmtudaginn 9. apríl frá kl. 12:00 til 16:00:

Á kjörskrá voru 215

Já sögðu 157 eða 91,8%

Nei sögðu 11 eða 6,4%

Auðir seðlar voru 3 eða 1,8%
2:  Ótímabundið verkfall sem hefst þriðjudaginn 7. apríl kl. 8:00 og stendur alla virka daga frá kl. 8:00 til 12:00 (mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga)

Á kjörskrá voru 215

Já sögðu 161 eða 87,5%

Nei sögðu 16 eða 8,7%

Auðir seðlar voru 7 eða 3,8%

Stuðningur við aðgerðir lækna

By | Fréttir | Engar athugasemdir

Félag lífeindafræðinga lýsir yfir fullum stuðningi við aðgerðir Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. Við hörmum þá stöðu sem uppi er í íslensku heilbrigðiskerfi, að nauðsynlegar bætur á kjörum og aðstöðu til viðhalds eðlilegri nýliðun fagstéttar náist ekki nema með hörðum aðgerðum.

F.h. Félags lífeindafræðinga

Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður.

Haustfundurinn 2014

By | Haustfundir | Engar athugasemdir

Haustfundurinn var haldinn mánudaginn 13. okt. 2014 og tókst með ágætum. Góð mæting var og góð stemming á fundinum.

img_0926

img_5260

Við fengum Þorlák Karlsson frá fyrirtækinu Maskína til að kynna niðurstöður kjarakönnunar 2014 og þá sérstaklega miðað við okkar félag.

img_5267

img_5270

Arna Antonsdóttir, Gunnhildur Ingólfsdóttir og Brynja Guðmundsdóttir ganga allar úrsamninganefnd og var þeim þökkuð góð störf til margra ára í nefndinni.

img_5272

img_5273

Lagður var fram listi yfir þá félagsmenn sem gefa kost á sér til setu í samninganefndinni árið framundan, það eru:

Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður félagsins og formaður samninganefndar
Erla Soffía Björnsdóttir
Helga Dóra Jóhannsdóttir
Inga Stella Pétursdóttir
Karen Herjólfsdóttir
Kristín Einarsdóttir
Sigríður Kristín Rúnarsdóttir

Ekkert mótframboð kom fram og voru þessir fulltrúar samþykktir með lófataki.  Fundarstjóri var Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir.

Að loknum fundarstörfum var boðið upp á veitingar og spjall.

img_5277

img_5280

img_5276

img_5278

img_5281

img_5279