Category

Aðalfundir

Ný merki FL komin!

By | Aðalfundir, Fréttir, Kjaramál | Engar athugasemdir

Kæru félagsmenn.

Nú líður að jólum og við vonumst til að þau verði félagsmönnum friðsæl og ánægjuleg. Eitt og annað hefur drifið á daga okkar hjá FL á árinu og ég mun rifja upp það helsta í pistli sem ég set hér inn um áramót. Einmitt í dag er þó ljóst að hvorki gengur né rekur samningaviðræðum FL og SNR auk þess sem nokkrar stofnanir hafa ekki gengið frá úthlutun 1,65% menntunarákvæði gerðardóms. Ef þú félagsmaður góður starfar á stofnun sem ekki hefur endurnýjað stofnanasamning frá úrskurði gerðardóms hvetjum við þig til að krefja forstöðumenn svara um hverju sætir. Af hverju er ekki gengið frá þessum málum?

Vinstra megin er gamla merkið og hægra megin það nýja.

Nýja merkið hægra megin við hlið þess gamla.

En að ánægjulegra málefni. Félagið hefur nú fengið í hendurnar ný barmmerki félagsins. Þessi nýju merki eru alveg eins og

gömlu merkin utan það að vera aðeins minni og án númers. Nýju merkin eru líka á prjóni en ekki nælu. Stjórn FL hefur ákveðið að ekki verður krafist endurgjalds fyrir merkin og geta félagsmenn því sótt sér merki hingað á skrifstofu félagsins, eða nálgast þau á félagsfundum. Einnig hefur stjórn sett niður dagsetningar bæði fyrir aðalfund félagsins, sem verður haldinn þann 26.apíl næstkomandi, og dagsferð sem féll niður vegna veðurs í haust, en hún verður farin 5.maí. Dagsferðin verður auglýst betur þegar nær dregur en við hvetjum lífeindafræðinga til að merkja strax við þessa daga í dagatalinu fyrir árið 2018.

Að lokum fylgir hér með jólakveðja okkar hjá félaginu til félagsmanna, gleðileg jól.

Haustfundurinn 2014

By | Aðalfundir | Engar athugasemdir

Haustfundurinn var haldinn mánudaginn 13. okt. 2014 og tókst með ágætum. Góð mæting var og góð stemming á fundinum.

img_0926

img_5260

Við fengum Þorlák Karlsson frá fyrirtækinu Maskína til að kynna niðurstöður kjarakönnunar 2014 og þá sérstaklega miðað við okkar félag.

img_5267

img_5270

Arna Antonsdóttir, Gunnhildur Ingólfsdóttir og Brynja Guðmundsdóttir ganga allar úrsamninganefnd og var þeim þökkuð góð störf til margra ára í nefndinni.

img_5272

img_5273

Lagður var fram listi yfir þá félagsmenn sem gefa kost á sér til setu í samninganefndinni árið framundan, það eru:

Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður félagsins og formaður samninganefndar
Erla Soffía Björnsdóttir
Helga Dóra Jóhannsdóttir
Inga Stella Pétursdóttir
Karen Herjólfsdóttir
Kristín Einarsdóttir
Sigríður Kristín Rúnarsdóttir

Ekkert mótframboð kom fram og voru þessir fulltrúar samþykktir með lófataki.  Fundarstjóri var Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir.

Að loknum fundarstörfum var boðið upp á veitingar og spjall.

img_5277

img_5280

img_5276

img_5278

img_5281

img_5279

Aðalfundur Félags lífeindafræðinga

By | Aðalfundir | Engar athugasemdir

Aðalfundur Félags lífeindafræðinga var haldinn 11. apríl sl. Breytingar urðu á stjórn félagsins. Arna A Antonsdóttir lét af formannsembættinu eftir 6 ár og við tók Gyða Hrönn Einarsdóttir. Einnig gekk Sigrún Reynisdóttir úr stjórninni eftir 6 ára starf.

Stjórnina skipa nú:

Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður,  Olga Pétursdóttir, varaformaður, Sigurlína Dögg Tómasdóttir, gjaldkeri, Borghildur F. Kristjánsdóttir, ritari og meðstjórnendur eru: Arna A Antonsdóttir, Kristín Ása Einarsdóttir og Edda Sóley Óskarsdóttir.

Að loknum góðum aðalfundarstörfum flutti Sigrún Rafnsdóttir pistil sinn um “Árdaga menntunar lífeindafræðinga”.

Í lokin var félagsmönnum boðið upp á léttar veitingar.

img_0107

img_0105

img_0113

img_0114

img_0120

img_0110

img_0108img_0123

Haustfundur FL 4. okt. 2013

By | Aðalfundir | Engar athugasemdir

Haustfundur Félags lífeindafræðinga var haldinn sl. föstudag 4. október. Samninganefnd félagsins var endurkjörin óbreytt. Sjá Stjórn og nefndir.

Gyða Hrönn Einarsdóttir fjallaði um kjaramálin og fór yfir það sem samið er um í kjarasamningum í dag.

Þorlákur Karlsson fulltrúi frá fyrirtækinu Maskína – Rannsóknir útskýrði það sem sérstaklega sneri að Félagi lífeindafræðinga í kjarakönnun BHM sem gerð var fyrr á þessu ári. Fór hann mjög ítarlega í könnunina og kom margt athyglisvert í ljós sem vert er að skoða. Hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar í tveim skjölum, annað er kjarakönnunin í heild og hitt er það sem sérstaklega snýr að Félagi lífeindafræðinga.

2013-08-21_bhm_launakonnun_heildarskyrsla_maskinuskyrsla.pdf

2013-08-16_bhm_felaglifeindafraedinga_maskinuskyrsla2.pdf

img_3557

img_3556

img_3558

img_3561

img_3565

img_3567

AÐALFUNDUR FL

By | Aðalfundir | Engar athugasemdir

Aðalfundur Félags lífeindafræðinga 2013 var haldinn 15. mars sl. Fundurinn var vel sóttur og stemming góð. Talsverðar breytingar urðu á stjórn félagsins þar sem þrír stjórnarfulltrúar gengu úr stjórn og þrír nýir voru kjörnir í þeirra stað. Nýir fulltrúar eru Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, Íris Pétursdóttir og Olga Pétursdóttir.

img_1769

img_1771

img_1772

img_1773

img_1774

img_1775

img_1779

img_1780

img_1783

img_1781

img_1777

Aðalfundur FL 15. apríl 2011

By | Aðalfundir, Óflokkað | Engar athugasemdir

AÐALFUNDUR Félags lífeindafræðinga 2011 var haldinn föstudaginn 15. apríl sl. Góð stemming var á fundinum. Mjög litlar breytingar voru hjá stjórn og nefndum. Einn fulltrúi, Sunna K. Gunnarsdóttir sem hefur gegnt starfi gjaldkera gekk úr stjórn og í stað hennar kom Kristín Mjöll Kristjánsdóttir. Hlutfall félagsgjalda var hækkað úr 1,4% af dagvinnulaunum í 1,5% ákveðið var þessari hækkun yrði varið til styrktar Kjaradeilusjóði á þeim óvissutímum sem nú eru. Fundarmenn gáfu sér góðan tíma til að staldra við eftir fundinn, njóta veitinga og spjalla.

IMG_4490

IMG_4491-1

IMG_4492-1

IMG_4497-1

IMG_4500-1

IMG_4499-1

IMG_4504-1

IMG_4502-1

IMG_4507-1

IMG_4512-1