Category

Fréttir

Stuðningur við aðgerðir lækna

By | Fréttir | Engar athugasemdir

Félag lífeindafræðinga lýsir yfir fullum stuðningi við aðgerðir Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. Við hörmum þá stöðu sem uppi er í íslensku heilbrigðiskerfi, að nauðsynlegar bætur á kjörum og aðstöðu til viðhalds eðlilegri nýliðun fagstéttar náist ekki nema með hörðum aðgerðum.

F.h. Félags lífeindafræðinga

Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður.

Öryggisbúnaður á nálar 2013

By | Fagmál, Fréttir | Engar athugasemdir

Samkvæmt reglugerð frá Evrópusambandinu þá á að vera búið að innleiða svona öryggisnálar í maí 2013.
Frekari upplýsingar eru i pdf.skjölum hér fyrir neðan.

Ég vil hvetja lífeindafræðinga til að kynna sér þessi mál og taka fullan þátt í því að framfylgja þessari reglugerð.

Fyrirhugað er að setja upp facebókarsíðu fyrir félagið sem hægt væri að nota sem samskipta síðu, m.a. um þessi mál.

nalar 1

report_from_european_bio-safety_summit_2012.pdf

nalar3

fra_noregi_um_nyjan_oryggisbunad_a_nalar.pdf

fra_finlandi_um_nyjan_oryggisbunad_a_nalar.pdf

Fullnaðarsigur í málinu: FL gegn ríkinu vegna Akraness

By | Fréttir, Kjaramál | Engar athugasemdir

Föstudaginn 5. október sl. fengum við í hendur dóminn í máli FL gegn ríkinu vegna Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Málið vannst að fullu og fylgir dómurinn hér með í viðhengi þannig að þið getið sjálf lesið hann.

domur_akranes_okt_2012.pdf

Við minnum á að í júní 2011 unnum við algjörlega sambærilegt mál sem farið var í vegna FSA.  Núna erum við að velta því fyrir okkur hvort ríkið taki tvo dóma vegna sama máls sem fordæmisgefandi eða hvort það ætlar að berja hausnum við steininn og láta okkur lögsækja fyrir hvern spítalann á fætur öðrum. Það yrði þá til þess eins að eyða sameiginlegum fjármunum allra landsmanna.
Aftur í fréttalista

Fréttatilkynning send til fjölmiðla 5. okt 2012

By | Fréttir, Kjaramál | Engar athugasemdir

Fréttatilkynning

Lífeindafræðingar á Landspítala hafa lengi beðið eftir að lokið verði við þann hluta stofnanasamnings sem snýr að röðun í launaflokka. Við síðustu kjarasamninga 2011 var samið um endurskoðun stofnanasamnings en það hefur ekki gerst.

Rétt er að benda á að lífeindafræðingar fá ekki starfsleyfi fyrr en eftir 4 ára háskólanám. Launin sem sá starfsmaður fær á Landspítalanum eru 259.694 kr.

Yfirlýsingar um að kreppunni sé lokið hafa ítrekað komið fram í fjölmiðlum og því líta lífeindafræðingar svo á að nú sé rétt að leiðrétta þá miklu kjaraskerðingu sem stéttin hefur orðið fyrir.

Í síðustu viku hópuðust lífeindafræðingar á Landspítala saman fyrir utan Eiríksstaði þar sem samstarfsnefnd fundaði.
Í kjölfarið hafa lífeindafræðingar hist á fundum annan hvern dag og farið þar yfir stöðuna í samningamálum.

Næsti samstarfsnefndafundur verður haldinn 10. október á Eiríksstöðum og stefna lífeindafræðingar á að fjölmenna og krefjast þess að samið verði án tafar.

Við beinum þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að hafa þetta í huga við gerð Fjárlagafrumvarps fyrir árið 2013.