Category

Kjaramál

Stuðningsyfirlýsing frá DBIO

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Declaration of solidarity:

At the Danish Association of Biomedical Laboratory Scientists we want to show our support and solidarity with the members of The Icelandic Association of Biomedical Scientists who has gon on strike for more than a month.

We support their fight for better wages and working conditions. After a fatal economic crises and collapse of the banking system in 2008 Island is finally getting back on track. And the working people of Island should also be part of the current upswing in Island.

Therefore we support The Icelandic Association of Biomedical Scientists when they fight for higher salaries, just as doctors and teachers have been granted earlier this year. …

Sjá yfirlýsingu í heild:  declaration_of_solidarity_dbio.pdf

dbio

Stuðningsyfirlýsing frá FLOG

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Félag lífeinda- og geislafræðinema við Háskóla Íslands, FLOG, vill lýsa yfir stuðningi sínum við baráttu lífeinda-og geislafræðinga um bætt kjör.

Við sem nemendur og framtíð starfsgreinanna vonumst til að þessi kjarabarátta leiði til þess að þeim verði boðin laun í samræmi við menntun og starfsábyrgð.

Langvarandi skeytingarleysi stjórnvalda í garð stéttarinnar hefur haft mikil áhrif á starfandi lífeinda-og geislafræðinga og ekki síður á nemendur á námsbraut lífeinda-og geislafræði. Nú þegar hefur fjöldi nemenda frá horfið vegna ástandsins og með þessu áframhaldi mun verða skortur á því hæfa fólki sem sinnir mikilvægu starfi innan heilbrigðiskerfisins.

Við vonumst til að leiðrétt og bætt kjör efli nemendur í að klára nám sitt og stígi út á vinnumarkaðinn með tilhlökkun og metnað í farteskinu.

Við viljum leggja okkar af mörkum að gera heilbrigðiskerfið að því besta sem völ er á, en boltinn er hjá stjórnvöldum.

Nemendur vilja þakka þeim sem heyja baráttuna fyrir stéttina og framtíð hennar.

 

Fyrir hönd FLOG,

Stefanía Ásgeirsdóttir formaður.

 

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um verkfall

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Niðurstöður atkvæðagreiðslu í kosningu um verkfallsaðgerðir FL hjá ríki voru eftirfarandi:

1: Tímabundið verkfall fimmtudaginn 9. apríl frá kl. 12:00 til 16:00:

Á kjörskrá voru 215

Já sögðu 157 eða 91,8%

Nei sögðu 11 eða 6,4%

Auðir seðlar voru 3 eða 1,8%
2:  Ótímabundið verkfall sem hefst þriðjudaginn 7. apríl kl. 8:00 og stendur alla virka daga frá kl. 8:00 til 12:00 (mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga)

Á kjörskrá voru 215

Já sögðu 161 eða 87,5%

Nei sögðu 16 eða 8,7%

Auðir seðlar voru 7 eða 3,8%

Samningurinn samþykktur

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Atkvæðagreiðslu um endurnýjun kjarasamnings FL og Fjármálaráðherra lauk í gær kl. 16:00.

Á kjörskrá voru 226 lífeindafræðingar. Svarhlutfall var 65,49% en alls greiddu 148 lífeindafræðingar atkvæði sem féllu þannig:

Já sögðu 81 lífeindafræðingur eða 54,73%

Nei sögðu 55 lífeindafræðingar eða 37,16%

12 lífeindafræðingar skiluðu auðu eða 8,11%

Endurnýjun á kjarasamningi aðila hefur því verið samþykkt af félagsmönnum.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning er hafin

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Þessa dagana er hafin atkvæðagreiðsla félagsmanna sem starfa hjá ríkinu um nýgerðan kjarasamning. Athugið að það eru eingöngu félagsmenn sem fá greidd laun úr ríkissjóði sem mega greiða atkvæði um þennan samning. Þessir félagsmenn hafa fengið samninginn sendan ásamt útskýringum.

Það er fyrirtækið Outcome sem annast rafræna atkvæðagreiðslu og sendir slóðina á netföng félagsmanna.

Stjórn og samninganefnd Félags lífeindafræðinga hvetur alla atkvæðisbæra félagsmenn til að greiða atkvæði um samninginn sem allra fyrst.

Nýr kjarasamningur við ríkið 10. júní

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Þann 10. júní skrifaði samninganefnd félagsins undir framlengingu á kjarasamningi félagsmanna. Skrifað var undir sama samning og önnur félög í samfloti BHM skrifuðu undir fyrir mánaðarmót. Félagsmenn ættu nú þegar að hafa fengið sent kynningarbréf frá formanni samninganefndar og samninginn. Kynnið ykkur efni samningsins, sem sendur hefur verið til ríkisstarfsmanna í tölvupósti, atkvæðagreiðsla hefst fljótlega.

Nýr stofnanasamningur á Landspítala

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Nýr stofnanasamningur hefur verið undirritaður á Landspítala, sem gildir frá 1.janúar 2013.

Hann var í anda samnings sem gerður var við hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum.
Allir fá einn flokk og viðbótarmenntunarflokkur á alla sem hafa einhvern tíman fengið viðbótarmenntun metna til þreps eða flokks.

Stofnanasamningurinn er hér á heimasíðunni ef þið viljið skoða.
stofnanasamningur-lifeindafr-lsh-lok-210313.pdf

Stuðningsyfirlýsing við kjarabaráttu lífeindafræðinga á Land

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

FLOG, Félag lífeinda- og geislafræðinema við Háskóla Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu lífeindafræðinga á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Grunnlaun lífeindafræðinga á Landspítala eru nú 259.694 krónur á mánuði eftir fjögurra ára háskólanám. Ekki aðeins hafa þessi kjör áhrif á starfsval nýútskrifaðra lífeindafræðinga heldur einnig á námsval stúdenta. Margir hættu lífeindafræðinámi síðastliðið haust vegna umræðu um bág kjör lífeindafræðinga á Landspítala. Nýliðun í stéttinni er lítil enda stunda fáir nám í lífeindafræði við Háskóla Íslands. Síðustu ár hafa einungis 6 að meðaltali fengið starfsleyfi á ári hverju. Starfstéttin, sem áður kallaðist meinatæknar, hefur elst og á næstu árum mun fjöldinn allur komast á eftirlaunaaldur. Með þessu áframhaldi mun Landspítalinn standa frammi fyrir skorti á lífeindafræðingum og þar með vel menntuðu og hæfu starfsfólki til að sinna þeirra störfum.

FLOG hvetur starfandi lífeindafræðinga á Landspítalanum til að fylkja áfram liði á fundi um kjaramál og berjast fyrir bættum kjörum.

M.kv.
Silja Rut Sigurfinnsdóttir, formaður FLOG og nemi á 3. ári í lífeindafræði

Kjarabarátta lifeindafræðinga

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Lífeindafræðingar fjölmenntu til fundar þar sem fjallað var um stofnanasamning félagsins við Landspítala.

Mikil fundarhöld hafa verið á síðustu vikum til að knýja á um að gerður verði nýr stofnanasamningur við félagið.

2a

1a

3a