Category

Kjaramál

Nýr stofnanasamningur undirritaður á LSH

By | Fréttir, Kjaramál | Engar athugasemdir

Félag lífeindafræðinga og Landspítali hafa undirritað nýjan stofnanasamning sem felur í sér ráðstöfun á 1,65% hækkun vegna menntunarákvæða sem útfæra átti skv. gerðardómi í stofnanasamningum. Aðilar ákváðu að breyta mati á menntun í takt við það sem gerðardómur kvað á um og er útfærslan á samningnum frekar flókin fyrir vikið, en breyta þurfti skilgreiningum bæði á flokkum og þrepum í launasetningu lífeindafræðinga á LSH. Vægi grunnmenntunar er aukið í launasetningunni (sólarlagsþrep/ótilgreint þrep er fært inn í grunnlaunasetningu) og vægi viðbótarmenntunar útfært í samræmi við gerðardóm. Þetta verður til þess að launasetning allra lífeindafræðinga breytist, þ.e.a.s. gildin á bak við flokkana og þrepin breytast hjá öllum. Sumir lífeindafræðingar verða ekkert varir við þessar breytingar, aðrir lífeindafræðingar hækka vegna breytinga á vægi menntunar í launasetningu.

Í nokkuð einfölduðu máli er útfærslan þessi:

Samningurinn var undirritaður þann 21. desember en breytingar á launasetningu eru afturvirkar frá júní 2016. Reikna má með að breytt launasetning verði leiðrétt með launakeyrslu í janúar/febrúar. Athugið að tilfærslur geta verið á milli flokka/þrepa í launasetningu lífeindafræðinga en enginn lífeindafræðingur á að lækka í launum (krónutölu) við þessar breytingar.

Það er sérstakt ánægjuefni að nýútskrifaðir lífeindafræðingar hækka til framtíðar við þessar breytingar um 5% frá þeirri launaröðun sem verið hefur í gildi. Kynningarfundur verður haldin í janúar 2017, auglýst síðar.

Frumvarp á þingi um A-deild LSR

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Nú hefur enn á ný verið lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á A-deild LSR. Ekki hafa verið gerðar miklar breytingar á frumvarpinu frá fyrri drögum og hefur FL skilað inn umsögn um frumvarpsdrögin sem sjá má hér: Umsogn_FL_LSR_frumvarp_2. Við teljum nauðsynlegt að frumvarpið tryggi að fullu lífeyrisréttindi allra núverandi sjóðfélaga A-deildar, einnig þarf að tryggja launajöfnuð á milli almenna og opinbera markaðarins. Okkar mat er að þetta sé ekki tryggt í frumvarpinu eins og það liggur fyrir og því getur FL ekki stutt óbreytt frumvarp.

Breyting á kjarasamningi BHM og SA

By | Fréttir, Kjaramál | Engar athugasemdir

Hlutaðeigandi aðildarfélög BHM og Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá samkomulagi um breytingu á gr. 6.7.1 í kjarasamningi aðila. Samkomulagið felur í sér að lífeyrismótframlag atvinnurekenda hækkar til samræmis við það sem nú gildir almennt á almennum vinnumarkaði.

Þannig hækkar mótframlag atvinnurekenda á þessu ári úr 8% í 8,5%. Frá 1. júlí 2017 verður það 10% og loks 11,5% frá 1. júlí 2018. Starfsmaður greiðir hins vegar sjálfur 4% eins og áður.

Um skiptingu gjaldsins í samtryggingarsjóð og séreignasjóð fer skv. lögum um lífeyrissjóði og eftir atvikum eftir samþykktum hlutaðeigandi lífeyrissjóða.

Þetta samkomulag er jafnframt liður í yfirstandandi vinnu samningsaðila við að endurskoða gildandi kjarasamning.

Úrskurður Gerðardóms 14. ágúst 2015

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Gerðardómur birti úrskurð sinn um kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þann 14. ágúst sl.

Með úrskurðinum eru stigin fyrstu skref í þá átt að meta menntun til launa.

Sjá úrskurðinn í heild: urskurdur-gerdardoms1pdf

Hér er stutt samantekt á helstu atriðum samningsins:

Gildistími úrskurðarins hjá BHM-félögum er frá 1. mars 2015 til 31. ágúst 2017, tvö og hálft ár. BHM-félögin sóttu það stíft að vera ekki bundin til langs tíma af lögþvingaðari niðurstöðu og ber að fagna að á það hafi verið hlustað. Gildistími úrskurðar Fíh er hins vegar 4 ár og í honum eru endurskoðunarákvæði líkt og í samningum sem gerðir hafa verið undanfarið. Það eru engin uppsagnarákvæði eru í úrskurði BHM.

Launaliður niðurstöðunnar er í nokkrum þáttum.
Í fyrsta lagi er launataflan leiðrétt, þannig að bil á milli launaflokka eru nú 5% hlaðsett og 2,5% hliðsett. Þessi leiðrétting er afturvirk frá 1. mars sl. og ofan á hana bætist 7,2% launahækkun.

Þann 1. júní 2016 hækka launatöflur um 5,5%. Við það bætist 1,65% framlag vegna menntunarákvæða sem þarf að útfæra nánar.

Þann 1. júní 2017, fá félagsmenn sem voru í starfi í apríl og maí sama ár, eingreiðslu að upphæð kr. 63.000, (miðað við fullt starf) hlutfallslega út frá starfshlutfalli.

Engar bókanir eru í úrskurðinum hvorki almennar né varðandi sérkröfur einstakra aðildarfélaga BHM. Það var túlkun gerðardóms að þær lægju utan verksviðs hans. BHM hafnaði ítrekað þeirri túlkun enda ljóst að bókanir eru og hafa verið hluti kjarasamninga.

Stuðningsyfirlýsing frá DBIO

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Declaration of solidarity:

At the Danish Association of Biomedical Laboratory Scientists we want to show our support and solidarity with the members of The Icelandic Association of Biomedical Scientists who has gon on strike for more than a month.

We support their fight for better wages and working conditions. After a fatal economic crises and collapse of the banking system in 2008 Island is finally getting back on track. And the working people of Island should also be part of the current upswing in Island.

Therefore we support The Icelandic Association of Biomedical Scientists when they fight for higher salaries, just as doctors and teachers have been granted earlier this year. …

Sjá yfirlýsingu í heild:  declaration_of_solidarity_dbio.pdf

dbio

Stuðningsyfirlýsing frá FLOG

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Félag lífeinda- og geislafræðinema við Háskóla Íslands, FLOG, vill lýsa yfir stuðningi sínum við baráttu lífeinda-og geislafræðinga um bætt kjör.

Við sem nemendur og framtíð starfsgreinanna vonumst til að þessi kjarabarátta leiði til þess að þeim verði boðin laun í samræmi við menntun og starfsábyrgð.

Langvarandi skeytingarleysi stjórnvalda í garð stéttarinnar hefur haft mikil áhrif á starfandi lífeinda-og geislafræðinga og ekki síður á nemendur á námsbraut lífeinda-og geislafræði. Nú þegar hefur fjöldi nemenda frá horfið vegna ástandsins og með þessu áframhaldi mun verða skortur á því hæfa fólki sem sinnir mikilvægu starfi innan heilbrigðiskerfisins.

Við vonumst til að leiðrétt og bætt kjör efli nemendur í að klára nám sitt og stígi út á vinnumarkaðinn með tilhlökkun og metnað í farteskinu.

Við viljum leggja okkar af mörkum að gera heilbrigðiskerfið að því besta sem völ er á, en boltinn er hjá stjórnvöldum.

Nemendur vilja þakka þeim sem heyja baráttuna fyrir stéttina og framtíð hennar.

 

Fyrir hönd FLOG,

Stefanía Ásgeirsdóttir formaður.

 

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um verkfall

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Niðurstöður atkvæðagreiðslu í kosningu um verkfallsaðgerðir FL hjá ríki voru eftirfarandi:

1: Tímabundið verkfall fimmtudaginn 9. apríl frá kl. 12:00 til 16:00:

Á kjörskrá voru 215

Já sögðu 157 eða 91,8%

Nei sögðu 11 eða 6,4%

Auðir seðlar voru 3 eða 1,8%
2:  Ótímabundið verkfall sem hefst þriðjudaginn 7. apríl kl. 8:00 og stendur alla virka daga frá kl. 8:00 til 12:00 (mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga)

Á kjörskrá voru 215

Já sögðu 161 eða 87,5%

Nei sögðu 16 eða 8,7%

Auðir seðlar voru 7 eða 3,8%

Samningurinn samþykktur

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Atkvæðagreiðslu um endurnýjun kjarasamnings FL og Fjármálaráðherra lauk í gær kl. 16:00.

Á kjörskrá voru 226 lífeindafræðingar. Svarhlutfall var 65,49% en alls greiddu 148 lífeindafræðingar atkvæði sem féllu þannig:

Já sögðu 81 lífeindafræðingur eða 54,73%

Nei sögðu 55 lífeindafræðingar eða 37,16%

12 lífeindafræðingar skiluðu auðu eða 8,11%

Endurnýjun á kjarasamningi aðila hefur því verið samþykkt af félagsmönnum.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning er hafin

By | Kjaramál | Engar athugasemdir

Þessa dagana er hafin atkvæðagreiðsla félagsmanna sem starfa hjá ríkinu um nýgerðan kjarasamning. Athugið að það eru eingöngu félagsmenn sem fá greidd laun úr ríkissjóði sem mega greiða atkvæði um þennan samning. Þessir félagsmenn hafa fengið samninginn sendan ásamt útskýringum.

Það er fyrirtækið Outcome sem annast rafræna atkvæðagreiðslu og sendir slóðina á netföng félagsmanna.

Stjórn og samninganefnd Félags lífeindafræðinga hvetur alla atkvæðisbæra félagsmenn til að greiða atkvæði um samninginn sem allra fyrst.