Category

Óflokkað

Endurnýjun á kjarasamningi FL við ríki.

By | Óflokkað | Engar athugasemdir

Staðið hefur yfir atkvæðagreiðsla vegna endurnýjunar kjarasamnings FL við fjármálaráðherra. Með samningnum fylgir yfirlýsing þriggja ráðherra um umbætur í heilbrigðiskerfi landsmanna. Félagsmenn samþykktu samninginn og voru úrslit atkvæðagreiðslu eftirfarandi:


Á kjörskrá voru 225 félagsmenn.

Atkvæði greiddu 154 félagsmenn eða 68,4%, atkvæði skiptust þannig:

Samþykkt: 109 – 70,8%

Hafnað: 35 – 22,7%

Auð: 10 – 6,5%


Meðfylgjandi fréttinni er samningurinn og yfirlýsing frá ráðherrum. Samninginn má einnig finna undir  flipanum kjaramál hér á heimasíðunni.

Hugleiðingar frá félagsmanni

By | Óflokkað | Engar athugasemdir

Eftirfarandi bréf fengum við frá félagsmanni og þótti ástæða til að birta það hér, kærar þakkir fyrir þörf orð og góða hugleiðingu Martha.

Hugleiðingar um deildarstjóra og lífeindafræði
 
Mig langar til að deila með ykkur hugsunum sem hafa komið upp í hugann eftir að stjórnunarábyrgð sem yfirlífeindafræðingar báru svo sannarlega í verki hefur nú verið viðurkennd í raun. Eftir áratuga baráttu eru lífeindafræðingar nú deildarstjórar á stærstu rannsóknastofunum og starfa þar við hlið yfirlækna. Hvor þessara stjórnenda um sig ber sinn hluta af ábyrgðinni á stafsemi rannsóknadeildanna og framkvæmdastjóri rannsóknasviðs er þeirra næsti yfirmaður.
 
Vitað var að lífeindafræðingar myndu mæta andstöðu vegna þessa, en kannski ekki hve langt yrði gengið. Þannig að meira hefur mætt á þessum fyrstu deildarstjórum en búist var við. Ég er einlæglega þakklát  þeim fyrir að hafa ekki gefið árar í bát heldur haldið áfram og tekist á við ýmiskonar andstreymi ásamt því að reka þessar mikilvægu deildir og móta stefnuna í ljósi þess að nú er fyrir hendi umboð til að gera breytingar.
 
Mig grunar að marga daga hafa deildarstjórarnir okkar farið heim með hnút í maganum yfir hlutum sem ekki voru taldir upp í starfslýsingunni og voru þeim erfiðari úrlausnar en fagleg viðfangsefni sem þar er lýst. Þess vegna er það mjög mikilvægt að við lífeindafræðingar gerum allt sem við getum til að standa fast við bakið á þeim, styðjum þá með ráðum og dáð og viðukennum sjálf ábyrgð þeirra. Deildarstjórarnir eru að setja störf lífeindafræðinga í farveg sem mótast af sýn lífeindafræðinga á starf sitt og ábyrgð. Hvernig til tekst skiptir mjög miklu máli fyrir þróun fagsins/stéttarinnar.
 
Lífeindafræðingar bera faglega og stjórnunarlega ábyrgð á störfum sínum þar sem aðferðafræði rannsókna, sjúkdómafræði, gæðastjórnun og öryggisvarsla tvinnast saman. Það er þetta sem nú hefur endanlega verið viðurkennt og við þetta miðast menntun í lífeindafræði. Góð þekking og leikni í þessum þáttum er það sem einkennir góðan lífeindafræðing – sem síðan tilheyrir hópi fagstétta í heilbrigðisvísindum sem vinna saman fyrir sjúklinginn.
 
Með félagskveðju
Martha Á. Hjálmarsdóttir

Kallað eftir útdráttum fyrir NML2017 í Helsinki.

By | Óflokkað | Engar athugasemdir

Nú er búið að opna fyrir innsendingu abstracta á norðurlandaráðstefnu NML sem haldin verður í Helsinki í október. Við hvetjum alla sem eru í vísindavinnu og eiga nýleg veggspjöld eða eru með tilbúin erindi að senda inn abstracta. Einnig viljum við beina því sérstaklega til diplóma- og meistaranema í lífeindafræði að senda inn efni. Skráning á ráðstefnuna opnar í maí. Heimasíðan ráðstefnunnar hefur nýlega verið opnuð og má nálgast frekari upplýsingar á heimasíðunni, en einnig er ráðstefnan með fésbókarsíðu sem við hvetjum ykkur til að finna og líka við til að fá nýjustu upplýsingar.

Aðalfundur FL verður 24. mars 2017

By | Óflokkað | Engar athugasemdir

Aðalfundur Félagsins hefur verið ákveðinn 24. mars n.k. og verður nánar auglýstur með tölvupósti.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í nefndarstörfum félagsins eru hvattir til að gefa sig fram og senda póst á fl@bhm.is. Það er mjög gefandi og lærdómsríkt.

Munið að taka föstudagseftirmiðdaginn 24. mars frá fyrir aðalfund.

HSN Húsavík – laust starf

By | Óflokkað | Engar athugasemdir

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) auglýsir stöðu lífeindafræðings á Húsavík

HSN Húsavík óskar eftir lífeindarfræðing á rannsóknarstofu.

Um er að ræða 100% starf auk bakvakta.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Á rannsóknarstofunni eru gerðar allar helstu rannsóknir í blóðmeinafræði, klínískri lífefnafræði og sýklafræði. Deildin þjónustar aðrar starfseiningar HSN frá Blönduós í vestri til Þórshafnar í austri. Í dag eru starfsmenn rannsóknarstofunnar fjórir og þar af tveir lífeindafræðingar.

Helstu verkefni og ábyrgð
– Vinna við þjónusturannsóknir á sjúklingasýnum
– Blóðsýnatökur
– Skráning í upplýsingakerfi HSN
– Virk þátttaka í gæðastarfi og kennslu
– Stuðla að góðri þjónustu

Hæfnikröfur
– Íslenskt starfsleyfi lífeindafræðings
– Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi æskileg
– Starfsreynsla lífeindafræðings æskileg
– Faglegur metnaður
– Sjálfstæði í vinnubrögðum
– Frumkvæði, yfirsýn og skipulagsfærni
– Jákvæðni og samskiptahæfni

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Félag lífeindafræðinga hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilsskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Öllum umsóknum verður svarað.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.02.2017

Nánari upplýsingar veitir
Snædís Birna Björnsdóttir – snaedis.birna.bjornsdottir@hsn.is – 464 0546/840 0714

HSN Húsavík Rannsóknardeild
Auðbrekka 4
640 Húsavík

Næsta ráðstefna NML og IFBLS.

By | Óflokkað | Engar athugasemdir

Félaginu hafa borist nokkrar fyrirspurnir um næstu ráðstefnur systursamtaka á norðurlöndunum og á alþjóðavettvangi. Hér í eftirfarandi texta er að finna hlekki þar sem hægt er að finna frekari upplýsingar.

Næsta norðurlandaráðstefna verður  haldin í Helsinki í Finnlandi núna í haust, 5-7. október 2017. Það er finnska félag lífeindafræðinga sem heldur utan um ráðstefnuna að þessu sinni eða Association of Biomedical  Laboratory Scientists in Finland. Gera má ráð fyrir að flestir ráðstefnugestir komi frá heimalandinu og töluvert frá nálægustu norðurlöndunum í kring. Opinbert mál NML ráðstefnunnar er enska.  Heimasíða ráðstefnunnar er nml2017.fi og vonandi fara að detta inn drög að dagskrá fljótlega. Viðburðurinn virðist ekki eiga fésbókarsíðu.

Næsta ráðstefna alþjóðasamtaka lífeindafræðinga, IFBLS, verður haldin í Flórenz haustið 2018, eða 22-26 september 2018. Þetta er mun nær okkar staðsetningu á jarðkúlunni en undanfarnar alþjóðaráðstefnur og því má búast við því að fleiri evrópubúar sæki þessa ráðstefnu en síðustu tvær sem haldnar voru í Taiwan og í Japan. Auðvitað má búast við flestum þátttakendum úr frá heimalandi og nálægustu löndum í kring. Alþjóðaráðstefnan var síðast haldn í Evrópu árið 2012 þegar hún var í Berlín í Þýskalandi. Opinber heimasíða rástefnunnar er ifbls2018.org og mun sú síða koma til með að halda utan um fréttabréf, skráningu, dagsrká og aðrar upplýsingar þegar frá líður, ekki eru komnar á síðuna aðrar upplýsingar þegar þetta er skrifað utan dagsetningu og staðsetningu ráðstefnunnar. Ekki er sérstök fésbókarsíða fyrir ráðstefnuna enn sem komið er en IFBLS samtökin eru með fésbókarsíðu.

Við gerum nýja heimasíðu – hefur þú áhuga?

By | Óflokkað | Engar athugasemdir

Stjórn Félags lífeindafræðinga hefur ákveðið að uppfæra heimasíðu félagsins. Nýja síðan þarf að virka vel bæði í snjalltækjum og í hefðbundnum tölvum og vera svolítið nútímalegri en sú gamla. Efni verður með svipuðum hætti en þarf auðvitað að uppfæra í samráði við FL og nýji vefurinn þarf að sjálfsögðu áfram að hafa aðgangsstýrða innri síðu. Ef þú hefur áhuga á að taka að þér verkefnið sendu okkur þá tilboð á fl@bhm.is fyrir 1.júní 2016, ekki er verra ef tilboðinu fylgja dæmi um heimasíður sem þú hefur áður sett upp og hannað.

Innsend tilboð verða skoðuð og ákvörðun tekin á stjórnarfundi félagsins í júní. Frekari upplýsingar gefur formaður félagsins Gyða Hrönn Einarsdóttir, netfang fl@bhm.is

Frá lífeindafræðingum á Landspítala

By | Óflokkað | Engar athugasemdir

Tilkynning frá aðgerðahópi lífeindafræðinga á Landspítala:
Lífeindafræðingar á Landspítala krefjast þess að fá endurskoðaðan stofnanasamning.
Fram að næsta fundi samstarfsnefndarinnar sem haldinn verður 10. október munu lífeindafræðingar funda frá kl. 8.15-9.15 annan hvern dag.

Næsti fundur verður haldinn föstudaginn 5. okt á sama tíma.

starfsmannafundur_landspitala

Frá starfsmannafundi

Söguleg stund.

By | Óflokkað | Engar athugasemdir

Við fengum senda þennan bráðskemmtilega pistil og mynd frá Guðmundi Bjarka Halldórssyni, lífeindafræðingai á Sjúkrahúsinu á Akranesi og vildum deila honum með ykkur.

lifeindafraedingar_kk

Datt í hug að senda ykkur mynd af sögulegum viðburði. Að staðaldri erum við tveir karlkyns lífeindafræðingar á Skaganum. Í sumar vill svo til að við fengum karlkyns lífeindafræðing sem afleysara, auk karlkyns lífeindafræðinema. Í gær kom svo Sigurður H Sigurðarson lífeindafræðingur frá Medor í heimsókn og ákváðum við því að taka þessa mynd sem fylgir hér í viðhengi.

Frá vinstri: Guðmundur Bjarki Halldórsson, Sigurður H Sigurðarson, Ásgeir Kristjánsson, Eyjólfur Harðarson og Pétur Ingi Jónsson.

Kveðja, Bjarki.