Laus störf


Lífeindafræðingur óskast í sumarafleysingu á rannsóknarstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands – á HSU í Vestmannaeyjum – Umsóknarfrestur er til 02.05.2017

Helstu verkefni og ábyrgð:
Á rannsóknarstofunni eru unnar almennar rannsóknir á sviði lífefna- og blóðmeinafræði, þ.m.t blóðflokkanir og krossprófanir, auk sýklafræðirannsókna
Hæfnikröfur
  • Íslenskt starfsleyfi sem lífeindafræðingur
  • BS próf í lífeindafræði
  • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
  • Góð reynsla og hæfileiki til að vinna í teymi
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Félag lífeindafræðinga hafa gert. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Um er að ræða 8 vikna tímabil sem fleiri en einn geta skipt með sér. Um er að ræða dagvinnu frá 08:00-16:00, auk þess er lífeindafræðingur á bakvakt alla virka daga frá kl 16:00-24:00 og 08:00-24:00 um helgar, viku í senn. Umsókn skal skilað rafrænt á vef HSU – www.hsu.is undir flipanum laus störf. Umsókninni þurfa að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, starfsleyfi, fyrri störf.
Áhugasamir snúi sér til Guðbjargar Þórðardóttur, sími 432-2500, netfang: gudbjorg.thordardottir@hsu.is
Starfshlutfall er 75 – 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2017
Nánari upplýsingar veitir

Sigurður Hjörtur Kristjánsson – hjortur.kristjansson@hsu.is – 4322000

 


Lífeindafræðingur rannsóknadeild – Sjúkrahúsið á Akureyri – umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2017

Laus er til umsóknar staða lífeindafræðings á rannsóknadeildinni við Sjúkrahúsið á Akureyri. Starfshlutfall er 100% í dagvinnu auk bakvaktaskyldu. Staðan veitist frá 1. maí 2017 eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðulífeindafræðingur rannsóknadeildar. Rannsóknadeildin sinnir þjónustu við Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilsugæsluna á Akureyri ásamt sjúkrahúsum og heilsugæslum á Norðausturlandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Almenn störf lífeindafræðinga.

Hæfnikröfur

Umsækjandi skal hafa próf í lífeindafræði og gilt starfsleyfi.
Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samskiptum og samvinnu.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Félag lífeindafræðinga hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins
www.sak.isUmsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI.
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með
03.04.2017
Nánari upplýsingar veita:
Guðlaug Halla Ísaksdóttir – gulla@sak.is – 4630100
Hulda Sigríður Ringsted –
huldari@sak.is – 4630100

Lífeindafræðingur/ nemi óskast í sumarafleysingu á rannsóknarstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands – Selfossi – umsóknarfrestur til 18.04.2017

Helstu verkefni og ábyrgð

Rannsóknastofa HSU á Selfossi er með rannsóknir í blóðmeinafræði, klínískri lífefnafræði og sýklafræði. Rannsóknastofan sinnir þjónustu við deildir HSU á Selfossi og um allt Suðurland. Einnig þjónustar rannsóknastofan sjálfseignastofnanir á Suðurlandi, sjálfstætt starfandi sérfræðinga og Landspítala.

Hæfnikröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem lífeindafræðingur
  • BS próf í lífeindafræði
  • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
  • Góð reynsla og hæfileiki til að vinna í teymi

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Félag lífeindafræðinga hafa gert. Um er að ræða dagvinnu frá 08:00-16:00, auk þess er lífeindafræðingur á bakvakt alla virka daga frá kl 16:00-24:00 og 08:00-24:00 um helgar. Umsókn skal skilað rafrænt á vef HSU – www.hsu.is undir flipanum laus störf. Umsókninni þurfa að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, starfsleyfi, fyrri störf.

Starfshlutfall er 75 – 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.04.2017
Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Káradóttir yfirlífeindafræðingur – kolbrun.karadottir@hsu.is – 847-3448