Alda Margrét Hauksdóttir formaður FL afhenti viðurkenningar úr Hvatningarsjóði félagsins fyrir besta námsárangur fyrir B.Sc. í lífeindafræði nú í júlí. Þetta eru Tinna Reynisdóttir mynd til vinstri sem varð efst og Snæfríður Sól Árnadóttir mynd til hægri sem varð næstefst. Félagið óskar þeim innilega til hamingju.