Category

Aðalfundir

Fréttir af aðalfundi 2018

By | Aðalfundir, Kjaramál | Engar athugasemdir

Aðalfundur FL var haldin í gær, 26.04.2018 og var vel mætt, en 36 skráðu sig í gestabók. Hefðbundin aðalfundarstörf gengu vel. Reikningar félagsins og skýrsla stjórnar hefur nú verið sett inn á innri vef félagsmanna eftir samþykkt. Á aðalfundi var fráfarandi formaður, Gyða Hrönn Einarsdóttir kvödd og þökkuð vel unnin störf undanfarin 4 ár en einnig lætur af störfum gjaldkeri félagsins, Sigurlína Dögg Tómasdóttir sem hefur setið í stjórn í sex ár sem er hámarkstími stjórnarsetu. Nýr formaður var kjörin Alda Margrét Hauksdóttir sem starfar hjá Hjartavernd og nýr fulltrúi í stjórn Kristín Bjarnadóttir, einnig hjá Hjartavernd og fögnuðu fundarmenn með lófataki og óskuðu þeim velfarnaðar í störfum sínum fyrir félagið okkar.

Í kjölfar nefndarfundar í vor lagðist stjórn yfir nefndir félagsins og lagði til breytingar sem fundurinn samþykkti. Sjóðsstjórnir Vísinda- og fræðslusjóðs og Hvatningasjóðs voru sameinaðar í eina sjóðsstjórn með það í huga að sameina sjóðina, eins voru sameinaðar Fræðslu- og endurmenntunarnefnd og ritnefnd og lagt til að nefndin einbeitti sér í auknum mæli að útgáfu pistla á vef félagsins og hætti blaðaútgáfu.

Undir liðnum önnur mál voru rædd nokkur mál, meðal annars kom fram á fundinum ánægja vegna velgengni lífeindafræðinga og voru tveir nefndir sérstaklega: Guðrún Björt Yngvadóttir sem er að taka við sem alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar og Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch sem er að skapa sér nafn í vísindaheiminum. Undir liðnum önnur mál var einnig samþykkt ályktun aðalfundar vegna kjaradeilu ljósmæðra sem staðið hefur yfir nú í 7 mánuði og virðist vera í miklum hnút.

Ályktun aðalfundar FL 2018

Í vor skrifaði FL undir kjarasamning ásamt fjölda annarra aðildarfélaga innan BHM. Með kjarasamningi þessum fylgdi yfirlýsing sem kvað m.a. á um átak í heilbrigðismálum og að stefna skuli að því að skapa eftirsóttan starfsvettvang fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að ráðist verði í úrbætur á starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstarfsmanna í samráði við aðildarfélög BHM. Undir yfirlýsingu þessa skrifa þrír ráðherrar, forsætis-, fjármála og efnahags- og heilbrigðisráðherra. 

Ljósmæðrafélag Íslands stendur nú í kjaradeilu við ríkið. Félagsmenn LMFÍ hafa hvað lengsta grunnmenntun aðildarfélaga innan BHM en á vef fjármálaráðuneytis má sjá á gögnum frá í desember 2017 að meðalgrunnlaunasetning ljósmæðra þarf að hækka um tæplega 44.000 krónur til að ná meðalgrunnlaunasetningu BHM. Aðalfundur FL skorar á stjórnvöld að sýna nú að fyrrnefnd yfirlýsing sé ekki innantómt loforð og hefja úrbætur með því að leiðrétta samstundis launasetningu ljósmæðra með myndarlegum hætti.

Vilt þú vinna með okkur?

By | Aðalfundir | Engar athugasemdir

Kæru félagsmenn.

Nú líður að aðalfundi félagsins, en hann verður haldinn þann 26. apríl n.k. kl 16.30 í húsnæði BHM, Borgartúni 6, Reykjavík.

Hér með er óskað eftir framboðum og/eða tilnefningum í stjórn og nefndir félagsins. Lögum samkvæmt er stjórn félagsins kjörin á aðalfundi og eru laus sæti í stjórn. Samkvæmt lögum FL er hámarksstarfsstími félagsmanns í stjórn 6 ár en fulltrúar eru kjörnir til tveggja ára í senn, þrír eða fjórir til skiptis. Við hvetjum því áhugasama til að gefa sig fram og senda okkur línu. Stjórn fundar að jafnaði einu sinni í mánuði en sjaldnar yfir sumartímann.

Margir félagsmenn hafa haft samband og boðist til að starfa áfram fyrir félagið sitt og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Einhverjir félagsmenn hafa einnig haft samband og látið vita af því að þeir geti ekki starfað áfram að svo stöddu. Það eru því næg tækifæri fyrir áhugasama að koma og taka þátt í að byggja upp innviði félagsins. Stjórn og nefndir funduðu í febrúar og komust að þeirri niðurstöðu að tímabært væri að gera breytingar á nefndum á komandi aðalfundi. Eitt af því sem var rætt er að færa hvatningarsjóð undir fræðslu- og endurmenntunarsjóð, sameina ritnefnd við fræðslu og endurmenntunarnefnd og breyta þar með hlutverki ritnefndar og auka áherslu á pistla á heimasíðu í stað blaðaútgáfu. Einnig veltum við fyrir okkur að útvíkka hlutverk siða- og samskiptanefndar í ljósi umræðu um #metoo og einelti á vinnumarkaði.

Mér er ánægja að segja frá því að eitt staðfest framboð hefur borist til formennsku í félaginu en framboðsfrestur til formanns rennur út 19. apríl næstkomandi. Formlegt fundarboð mun verða sent félagsmönnum rafrænt tveim vikum fyrir aðalfund. Engar lagabreytingartillögur liggja fyrir að svo stöddu en mikilvægt er að þær berist stjórn tímalega. Mikilvægt er að ræða á aðalfundi hugmyndir um breytt fyrirkomulag í tengslum við rafrænar kosningar en sífellt fleiri fagstéttarfélög eru að færa sig í þá átt og þurfum við að meta hvort það er eitthvað sem hentar okkar félagi.

Að lokum minnum við á skráningu í afmælisferðina í Þórsmörk laugardaginn 5.maí. Afmælisferðin sem datt upp fyrir í fyrra vegna vondrar veðurspár. Skráningu lýkur á aðalfundardegi, 26. apríl og fer fram hér: https://goo.gl/forms/Ngex4d89jcNmeMoB3

Stjórn FL.

Ný merki FL komin!

By | Aðalfundir, Fréttir, Kjaramál | Engar athugasemdir

Kæru félagsmenn.

Nú líður að jólum og við vonumst til að þau verði félagsmönnum friðsæl og ánægjuleg. Eitt og annað hefur drifið á daga okkar hjá FL á árinu og ég mun rifja upp það helsta í pistli sem ég set hér inn um áramót. Einmitt í dag er þó ljóst að hvorki gengur né rekur samningaviðræðum FL og SNR auk þess sem nokkrar stofnanir hafa ekki gengið frá úthlutun 1,65% menntunarákvæði gerðardóms. Ef þú félagsmaður góður starfar á stofnun sem ekki hefur endurnýjað stofnanasamning frá úrskurði gerðardóms hvetjum við þig til að krefja forstöðumenn svara um hverju sætir. Af hverju er ekki gengið frá þessum málum?

Vinstra megin er gamla merkið og hægra megin það nýja.

Nýja merkið hægra megin við hlið þess gamla.

En að ánægjulegra málefni. Félagið hefur nú fengið í hendurnar ný barmmerki félagsins. Þessi nýju merki eru alveg eins og

gömlu merkin utan það að vera aðeins minni og án númers. Nýju merkin eru líka á prjóni en ekki nælu. Stjórn FL hefur ákveðið að ekki verður krafist endurgjalds fyrir merkin og geta félagsmenn því sótt sér merki hingað á skrifstofu félagsins, eða nálgast þau á félagsfundum. Einnig hefur stjórn sett niður dagsetningar bæði fyrir aðalfund félagsins, sem verður haldinn þann 26.apíl næstkomandi, og dagsferð sem féll niður vegna veðurs í haust, en hún verður farin 5.maí. Dagsferðin verður auglýst betur þegar nær dregur en við hvetjum lífeindafræðinga til að merkja strax við þessa daga í dagatalinu fyrir árið 2018.

Að lokum fylgir hér með jólakveðja okkar hjá félaginu til félagsmanna, gleðileg jól.

Aðalfundur FL verður 24. mars 2017

By | Aðalfundir | Engar athugasemdir

Aðalfundur Félagsins hefur verið ákveðinn 24. mars n.k. og verður nánar auglýstur með tölvupósti.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í nefndarstörfum félagsins eru hvattir til að gefa sig fram og senda póst á fl@bhm.is. Það er mjög gefandi og lærdómsríkt.

Munið að taka föstudagseftirmiðdaginn 24. mars frá fyrir aðalfund.

Aðalfundur Félags lífeindafræðinga

By | Aðalfundir | Engar athugasemdir

Aðalfundur Félags lífeindafræðinga var haldinn 11. apríl sl. Breytingar urðu á stjórn félagsins. Arna A Antonsdóttir lét af formannsembættinu eftir 6 ár og við tók Gyða Hrönn Einarsdóttir. Einnig gekk Sigrún Reynisdóttir úr stjórninni eftir 6 ára starf.

Stjórnina skipa nú:

Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður,  Olga Pétursdóttir, varaformaður, Sigurlína Dögg Tómasdóttir, gjaldkeri, Borghildur F. Kristjánsdóttir, ritari og meðstjórnendur eru: Arna A Antonsdóttir, Kristín Ása Einarsdóttir og Edda Sóley Óskarsdóttir.

Að loknum góðum aðalfundarstörfum flutti Sigrún Rafnsdóttir pistil sinn um “Árdaga menntunar lífeindafræðinga”.

Í lokin var félagsmönnum boðið upp á léttar veitingar.

img_0107

img_0105

img_0113

img_0114

img_0120

img_0110

img_0108img_0123

Haustfundur FL 4. okt. 2013

By | Aðalfundir | Engar athugasemdir

Haustfundur Félags lífeindafræðinga var haldinn sl. föstudag 4. október. Samninganefnd félagsins var endurkjörin óbreytt. Sjá Stjórn og nefndir.

Gyða Hrönn Einarsdóttir fjallaði um kjaramálin og fór yfir það sem samið er um í kjarasamningum í dag.

Þorlákur Karlsson fulltrúi frá fyrirtækinu Maskína – Rannsóknir útskýrði það sem sérstaklega sneri að Félagi lífeindafræðinga í kjarakönnun BHM sem gerð var fyrr á þessu ári. Fór hann mjög ítarlega í könnunina og kom margt athyglisvert í ljós sem vert er að skoða. Hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar í tveim skjölum, annað er kjarakönnunin í heild og hitt er það sem sérstaklega snýr að Félagi lífeindafræðinga.

2013-08-21_bhm_launakonnun_heildarskyrsla_maskinuskyrsla.pdf

2013-08-16_bhm_felaglifeindafraedinga_maskinuskyrsla2.pdf

img_3557

img_3556

img_3558

img_3561

img_3565

img_3567

AÐALFUNDUR FL

By | Aðalfundir | Engar athugasemdir

Aðalfundur Félags lífeindafræðinga 2013 var haldinn 15. mars sl. Fundurinn var vel sóttur og stemming góð. Talsverðar breytingar urðu á stjórn félagsins þar sem þrír stjórnarfulltrúar gengu úr stjórn og þrír nýir voru kjörnir í þeirra stað. Nýir fulltrúar eru Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, Íris Pétursdóttir og Olga Pétursdóttir.

img_1769

img_1771

img_1772

img_1773

img_1774

img_1775

img_1779

img_1780

img_1783

img_1781

img_1777

Aðalfundur FL 2012

By | Aðalfundir | Engar athugasemdir

Aðalfundur Félags lífeindafræðinga 2012 var haldinn 13. apríl sl

Fundurinn var mjög vel sóttur og góð stemming. Eftir aðalfundarstörf kynnti Ásbjörg Ósk Snorradóttir, doktorsverkefni sitt og þar á eftir var Ari Eldjárn með gamanmál. Síðan voru veitingar og spjall.

img_8613

img_8614

img_8606

img_8607

img_8610

img_8615

img_8619

img_8620

img_8622

img_8626

img_8627

img_8635

img_8636

img_8631

img_8632

img_8628

img_8637

Aðalfundur FL 15. apríl 2011

By | Aðalfundir | Engar athugasemdir

AÐALFUNDUR Félags lífeindafræðinga 2011 var haldinn föstudaginn 15. apríl sl. Góð stemming var á fundinum. Mjög litlar breytingar voru hjá stjórn og nefndum. Einn fulltrúi, Sunna K. Gunnarsdóttir sem hefur gegnt starfi gjaldkera gekk úr stjórn og í stað hennar kom Kristín Mjöll Kristjánsdóttir. Hlutfall félagsgjalda var hækkað úr 1,4% af dagvinnulaunum í 1,5% ákveðið var þessari hækkun yrði varið til styrktar Kjaradeilusjóði á þeim óvissutímum sem nú eru. Fundarmenn gáfu sér góðan tíma til að staldra við eftir fundinn, njóta veitinga og spjalla.

IMG_4490

IMG_4491-1

IMG_4492-1

IMG_4497-1

IMG_4500-1

IMG_4499-1

IMG_4504-1

IMG_4502-1

IMG_4507-1

IMG_4512-1

 

Aðalfundur FL

By | Aðalfundir | Engar athugasemdir

AÐALFUNDUR Félags lífeindafræðinga 2010 var haldinn föstudaginn 16. apríl sl. Fundurinn var mjög vel sóttur og góð stemming meðal félagsmanna. Tveir fulltrúar gengu úr stjórn eftir sex ára setu og tveir nýir komu inn – fáeinar breytingar urðu á nefndum. Hlutfall félagsgjalda var lækkað úr 1,5% af dagvinnulaunum í 1,4% ákveðið var að af því hlutfalli yrði 0,1 lagt í Fræðslusjóð til að styðja félagsmenn til framhaldsmenntunar.

vetur_09_012

vetur_09_008

vetur_09_002

vetur_09_006

Helgu Sigrúnu Sigurjónsdóttur, gjaldkera og Steinunni Matthíasdóttur, varaformanni voru þökkuð vel unnin störf sl. sex ár. Til stóð að fagna þrem nýjum félagsmönnum með merki og blómum en aðeins einn þeirra; Sören Nagel, gat komið á fundinn.

vetur_09_013

vetur_09_016

Nýja stjórn Félags lífeindafræðinga skipa:

Arna A. Antonsdóttir, formaður                                Auður G. Ragnarsdóttir, meðstj.
Sigrún Reynisdóttir, varaformaður                          Sigríður Sigurðardóttir, meðstj.
Sunna Kamilla Gunnarsdóttir, gjaldkeri                Kristín Ása Einarsdóttir, meðstj.
Fjóla M. Óskarsdóttir, ritari

vetur_09_026

vetur_09_037

vetur_09_042

vetur_09_038

vetur_09_028

vetur_09_027

vetur_09_040

vetur_09_044

Stjórn FL þakkar félagsmönnum góða fundarsókn og stuðning á aðalfundi.