Category

Nemar

Úthlutun Hvatningarsjóðs FL 2018

By | Nemar | Engar athugasemdir

Í dag, 3. júlí fengum við góða gesti til okkar í Borgartúnið, erindið var að veita þeim viðurkenningar úr Hvatningarsjóði félagsins fyrir besta námsárangur fyrir B.Sc í lífeindafræði.  Þetta eru Sigrún Tinna Sveinsdóttir t.v. sem varð efst og Auður Egilsdóttir t.h. varð næstefst.

Úthlutun hvatningarsjóðs 2017

By | Fagmál, Nemar | Engar athugasemdir

Í gær, þann 8. júní fór fram úthlutun úr hvatningarsjóði félagsins en tilgangur hans er að veita þeim lífeindafræðingum viðurkenningu og hvatningu sem skarað hafa fram úr á einhvern máta í námi í lífeindafræði og þannig styrkja tengsl Félags lífeindafræðinga við Geisla- og lífeindafræðiskor í Háskóla Íslands. Hófið var vel sótt af nemum, kennurum og auk þess var að þessu sinni nokkur fjöldi fjölskyldumeðlima verðlaunahafanna sem sótti hófið og var það mjög ánægjulegt.

Að þessu sinni voru það þær Eva Hauksdóttir sem fékk fyrstu verðlaun, 300.000 kr, en hún var með hæstu einkunn á B.Sc prófi að þessu sinni. Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir og Harpa Sif Halldórsdóttir voru svo hnífjafnar með næsthæstu einkunn á B.Sc prófi og fengu báðar önnur verðlaun að upphæð 100.000 kr.

Hér má sjá verðlaunahafa hvatningarsjóðs að þessu sinni og óskum við þeim, sem og öðrum lífeindafræðinemum sem eru að ljúka B.Sc, Diplóma eða M.S prófi um þessar mundir hjartanlega til hamingju með árangurinn, og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Framlengdur umsóknarfrestur nemastyrks fræðslusjóðs.

By | Erlent, Nemar | Engar athugasemdir

Þar sem frestur til að skila ágripum á norðurlandaráðstefnu lífeindafræðinga í Finnlandi í haust hefur verið framlengdur til 16. júlí 2017 hefur verið ákveðið að framlengja einnig umsóknarfrest um nemastyrk fræðslusjóðs, en um tilraunaverkefni er að ræða og yrði þetta í fyrsta sinn sem félagið styrkir nema til að taka þátt í nemahluta ráðstefnu. Umsóknarfresturinn verður til og með 31.ágúst 2017. Hér neðar er að finna upprunalegu auglýsingu Vísinda- og fræðslusjóðs um styrkinn, með breyttum umsóknarfresti:

 

Stjórn Vísinda- og fræðslusjóðs FL hefur ákveðið að bjóða tveimur nemendum í lífeindafræði eða nýútskrifuðum lífeindafræðingum styrk til að sækja stúdentahluta norðurlandaráðstefnu NML í Helsinki dagana 5-7 október 2017.

Heildarupphæð styrkveitingar verður: 140.000 ISK hvor styrkur.

 

Sjóðsstjórn setur ákveðin skilyrði fyrir styrkveitingunni, þau eru eftirfarandi:

  1. Styrkþegi þarf að hafa nemaaðild að Félagi lífeindafræðinga
  2. Styrkþegi þarf að hafa samþykkt ágrip á ráðstefnuna
  3. Ef umsækjendur verða fleiri en tveir mun úthlutun stykja ráðast af eftirfarandi:
  • Samþykkt ágrip sem verður einnig flutt sem munnlegt erindi raðast ofar en ágrip sem eingöngu er birt sem veggspjald
  • Nemandi sem er lengra komin í námi gengur fyrir nema sem er styttra komin í námi.

 

Sjá nánari upplýsingar um Student Forum: http://www.nml2017.fi/studentforum.html

 

Umsóknir um styrkinn skulu sendar á umsóknareyðublaði Fræðslusjóðs FL sem finna má á heimasíðu félagsins til  fl@bhm.is fyrir 31.ágúst 2017.  Í viðbótarupplýsingum þarf að koma fram hversu langt nemandi er kominn í námi sínu, heiti ágrips, rökstuðningur fyrir því af hverju viðkmandi nemi ætti að hljóta styrkinn og hvernig hann mum eftir þingið nýta sér það sem hann hefur lært á þinginu.

Styrkur til lífeindafræðinema á NML2017 – auglýsing frá Fræðslusjóði FL

By | Erlent, Nemar | Engar athugasemdir

Auglýsing um fjárstyrk fyrir lífeindafræðinema á norðurlandaráðstefnu lífeindafræðinga.

Stjórn Vísinda- og fræðslusjóðs FL hefur ákveðið að bjóða tveimur nemendum í lífeindafræði eða nýútskrifuðum lífeindafræðingum styrk til að sækja stúdentahluta norðurlandaráðstefnu NML í Helsinki dagana 5-7 október 2017.

Heildarupphæð styrkveitingar verður: 140.000 ISK hvor styrkur.

 

Sjóðsstjórn setur ákveðin skilyrði fyrir styrkveitingunni, þau eru eftirfarandi:

  1. Styrkþegi þarf að hafa nemaaðild að Félagi lífeindafræðinga
  2. Styrkþegi þarf að hafa samþykkt ágrip á ráðstefnuna
  3. Ef umsækjendur verða fleiri en tveir mun úthlutun stykja ráðast af eftirfarandi:
  • Samþykkt ágrip sem verður einnig flutt sem munnlegt erindi raðast ofar en ágrip sem eingöngu er birt sem veggspjald
  • Nemandi sem er lengra komin í námi gengur fyrir nema sem er styttra komin í námi.

 

Sjá nánari upplýsingar um Student Forum: http://www.nml2017.fi/studentforum.html

 

Umsóknir um styrkinn skulu sendar á umsóknareyðublaði Fræðslusjóðs FL sem finna má á heimasíðu félagsins til  fl@bhm.is fyrir 1.júní 2017.  Í viðbótarupplýsingum þarf að koma fram hversu langt nemandi er kominn í námi sínu, heiti ágrips, rökstuðningur fyrir því af hverju viðkmandi nemi ætti að hljóta styrkinn og hvernig hann mum eftir þingið nýta sér það sem hann hefur lært á þinginu.

 

Við minnum á að lokadagur til að skila ágripi á NML2017 ráðstefnuna er 31.05.2017.

 

PDF skjal með auglýsingunni er að finna hér: Styrkur til lífeindafræðinema á NML2017

Verðlaunaafhending Hvatningarsjóðs

By | Nemar | Engar athugasemdir

Þann 27. júní sl. fór fram verðlaunaafhending úr Hvatningarsjóði Félags lífeindafræðinga. Boðað var til móttöku í Borgartúni 6 þar sem mættu fulltrúar Háskólans, fulltrúar úr stjórn félagsins, fulltrúar úr stjórn Hvatningarsjóðs og að sjálfsögðu BS útskriftarnemar vorið 2013.

Það var Silja Rut Sigurfinnsdóttir sem hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir frábæran árangur á BS prófi. Arna A Antonsdóttir ávarpaði gesti og bauð þá velkomna og Hildur Rögnvaldsdóttir, formaður stjórnar sjóðsins afhenti verðlaunin. Sjá fleiri myndir á facebook síðu félagsins: https://www.facebook.com/profile.php?id=100004620129804

img_2927

 

img_2933

img_2930

Fyrsta úthlutun úr Hvatningarsjóði FL

By | Nemar | Engar athugasemdir

Félag lífeindafræðinga stofnaði hvatningarsjóð árið 2007 í þeim tilgangi að styrkja nemendur fyrir framúrskarandi námsárangur og til að hvetja nemendur til frekara náms.

Fyrstu styrkirnir voru veittir úr sjóðnum 23. júní sl. og bauð félagið nýútskrifuðum nemendum til móttöku af því tilefni. Arna Antonsdóttir formaður félagsins kynnti þeim sögu lífeindafræðinga hér á landi sem og hugmyndafræði og sögu félagsins.

Sigrún Stefánsdóttir fulltrúi sjóðstjórnar veitti Sigríði Selmu Magnúsdóttur 150.000 króna styrk fyrir frábæran árangur í diplómanámi og Pálínu Fanneyju Guðmundsdóttur sömu upphæð fyrir frábæran árangur á BS prófi.

Sjá líka frétt á Háskólavefnum.

Sigríður Selma t.v. og Pálína Fanney t.h.

hvatningarsj_2009

Um námið

By | Nemar | Engar athugasemdir

Ekki alls fyrir löngu sendi Martha A. Hjálmarsdóttir, lektor, okkur lítið bréf til að upplýsa okkur um gang mála varðandi nám lífeindafræðinga í H.Í. Okkur þótti það eiga erindi til félagsmanna og fylgir það hér fyrir neðan.

Martha er umsjónarmaður námsleiðar í lífeindafræði og formaður geisla- & lífeindafræðiskorar, læknadeildar Háskóla Íslands:

Heil og sæl

Það er mér mikil ánægja að segja ykkur frá því að nú er geisla- og lífeindafræðiskor flutt að Stapa og fer kennsla í lífeindafræði fram þar, auk þess sem nemendur sækja starfsnám, kynningu og rannsóknaverkefni á rannsóknadeildir Landspítalans og til annarra samstarfsaðila.

Stapi hýsti áður Félagsstofnun stúdenta og bóksöluna (húsið við hliðina á Þjóðminjasafninu), en núna okkar skor ásamt sjúkraþjálfun og lýðheilsu. Þar höfum við mjög góðar kennslurannsóknastofur þar sem jafnframt er möguleiki á fyrirlestahaldi þannig að við höfum enn meira svigrún til fjölbreytni í kennslu en áður hefur verið.

Fyrstu nemendurnir hófu framhaldsnám innan skorarinnar og byrja þau í diplómanámi. Með diplómapróf í lífeindafræði geta nemendur okkar öðlast starfsleyfi sem lífeindafræðingar og gagnast námið þeim jafnframt sem fyrra árið í meistaranámi ef þeir svo kjósa og uppfylla kröfur um námsárangur. Framhaldsnámið er unnið í nánu samstarfi við rannsóknanámsnefnd sem fer með málefni rannsóknatengds náms við læknadeild og er það hluti af því eins og annað framhaldsnám innan deildarinnar. Það má geta þess að við erum fyrst Norðurlandanna til að bjóða upp á svo fjölbreytt framhaldsnám í lífeindfræði.

Bestu kveðjur
Martha