Laus störf


Lífeindafræðingur óskast á HSN Sauðárkróki.

Staða lífeindafræðings á Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki er laus til umsóknar. Óskað er eftir því að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 100% starf auk bakvakta.

Helstu verkefni og ábyrgð
Lífeindafræðingur þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa þekkingu á blóðmeinafræði, klínískri lífefnafræði og sýklafræði.

Hæfnikröfur
– Viðeigandi grunnmenntun, masterspróf æskilegt
– Gerð er krafa um íslenskt starfsleyfi
– Góð samskiptahæfni
– Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
– Jákvæðni og sveigjanleiki

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag lífeindafræðinga hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. Bæði kynin eru hvött til að sækja um starfið.

Tóbaksnotkun og notkun á rafsígarettum er ekki heimil á vinnutíma innan HSN.

Gildi HSN eru – fagmennska, samvinna, virðing.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 24.06.2019

Nánari upplýsingar veitir
Halldóra Kr Hartmannsdóttir – halldora.hartmannsdottir@hsn.is – 455 4013/892 6641
Þorsteinn M Þorsteinsson – thorsteinn.thorsteinsson@hsn.is – 455 4000

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Sauðárkrókur Rannsókn
Sauðárhæðir
550 Sauðárkrókur

Smelltu hér til að sækja um starfið

Skráð 05.06.2019


LÍFEINDAFRÆÐINGUR ÓSKAST Í AFLEYSINGAR Á ÍSAFIRÐI

Lífeindafræðingur óskast til afleysinga á rannsóknastofu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði.
Um er að ræða 75% til 100% starf í 16 mánuði, frá og með 1. júni 2019 til og með október 2020. Starfstímabil getur verið sveigjanlegt og kemur t.d. til greina að byrja 1. september 2019. Einnig kemur til greina að skipta afleysingu upp í styttri tímabil.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Starfsemin fer fram á 9 starfsstöðvum og í heildina starfa um 250 manns hjá stofnunin.

Á rannsóknadeildinni á Ísafirði eru 3 starfsmenn, þar er léttur starfsandi og lögð áhersla á góða samvinnu og starfsánægju. Deildin er vel búin tækjum og eru helstu verkefni deildarinnar almenn meinefnafræði (kemia), blóðmeinafræði, storkurannsóknir, sýklafræði og einföld blóðbankafræði.

Unnið er í dagvinnu auk þess sem starfsmenn skipta með sér bakvöktum frá
kl. 16 til kl. 8 virka daga og einnig um helgar. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi.

Umsóknarfrestur er til og með 17 apríl n.k. Tekið er á móti umsóknum á netfanginu rannsokn@hvest.is og með umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.
Frekari upplýsingar veitir Auður Dóra Franklín deildarstjóri á rannsókn, á netfanginu rannsokn@hvest.is eða í síma 450-4516.

Skráð 10.04.2019
—————————————————–


Í augnablikinu hafa engar óskir um að auglýsa laus störf borist til Félags lífeindafræðinga. 

Við minnum á Starfatorgið þar sem finna má upplýsingar um laus störf hjá rikinu.