Þann 10. júní skrifaði samninganefnd félagsins undir framlengingu á kjarasamningi félagsmanna. Skrifað var undir sama samning og önnur félög í samfloti BHM skrifuðu undir fyrir mánaðarmót. Félagsmenn ættu nú þegar að hafa fengið sent kynningarbréf frá formanni samninganefndar og samninginn. Kynnið ykkur efni samningsins, sem sendur hefur verið til ríkisstarfsmanna í tölvupósti, atkvæðagreiðsla hefst fljótlega.