Félag lífeindafræðinga lýsir yfir fullum stuðningi við aðgerðir Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. Við hörmum þá stöðu sem uppi er í íslensku heilbrigðiskerfi, að nauðsynlegar bætur á kjörum og aðstöðu til viðhalds eðlilegri nýliðun fagstéttar náist ekki nema með hörðum aðgerðum.

F.h. Félags lífeindafræðinga

Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður.